fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 16:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho gagnrýndi harðlega dómara í Portúgal eftir að Benfica missteig sig í baráttunni um toppsætið um helgina.

Mourinho, sem sneri aftur til Benfica í september eftir 25 ár, hefur átt misjafnt tímabil, liðið er í vandræðum í Meistaradeildinni og situr þremur stigum á eftir Sporting og sex á eftir Porto í deildinni.

Benfica missti niður 2-0 forystu í 2-2 jafntefli gegn Casa Pia. Leikurinn snerist þegar Casa Pia fékk umdeilda vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd leikmanns Benfica. Vítaspyrnan var varin, en í kjölfar ringulreiðar skoraði Benfica sjálfsmark og síðan jafnaði Casa Pia í uppbótartíma.

Um helgina skoraði Sporting einnig sigurmark eftir horn var dæmt ragnglega, sem reiddi bæði Benfica og Porto.

Mourinho sagði eftir leik: „Casa Pia átti ekki skot á mark. Leikurinn var búinn. Ef ég á að ræða dómarana þarf ég líka að ræða síðustu helgi og helgina þar á undan. Það er mistök af hálfu VAR. Hlutverk VAR er að koma í veg fyrir svona mistök,“ sagði Mourinho.

Hann bætti við að Benfica ætti að njóta meiri virðingar. „Sumir leikmenn skilja kannski ekki hvað Benfica stendur fyrir. Það er tvöfalt viðmið í fjölmiðlum og hjá dómurum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat