

Jose Mourinho gagnrýndi harðlega dómara í Portúgal eftir að Benfica missteig sig í baráttunni um toppsætið um helgina.
Mourinho, sem sneri aftur til Benfica í september eftir 25 ár, hefur átt misjafnt tímabil, liðið er í vandræðum í Meistaradeildinni og situr þremur stigum á eftir Sporting og sex á eftir Porto í deildinni.
Benfica missti niður 2-0 forystu í 2-2 jafntefli gegn Casa Pia. Leikurinn snerist þegar Casa Pia fékk umdeilda vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd leikmanns Benfica. Vítaspyrnan var varin, en í kjölfar ringulreiðar skoraði Benfica sjálfsmark og síðan jafnaði Casa Pia í uppbótartíma.
Um helgina skoraði Sporting einnig sigurmark eftir horn var dæmt ragnglega, sem reiddi bæði Benfica og Porto.
Mourinho sagði eftir leik: „Casa Pia átti ekki skot á mark. Leikurinn var búinn. Ef ég á að ræða dómarana þarf ég líka að ræða síðustu helgi og helgina þar á undan. Það er mistök af hálfu VAR. Hlutverk VAR er að koma í veg fyrir svona mistök,“ sagði Mourinho.
Hann bætti við að Benfica ætti að njóta meiri virðingar. „Sumir leikmenn skilja kannski ekki hvað Benfica stendur fyrir. Það er tvöfalt viðmið í fjölmiðlum og hjá dómurum.“