fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 21:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur bætt Yankuba Minteh, leikmanni Brighton, á lista sinn yfir mögulega arftaka Mohamed Salah, samkvæmt enska miðlinum Football Insider.

Minteh, sem gekk til liðs við Brighton í fyrra, hefur verið einn af lykilmönnum liðsins á tímabilinu. Frammistaða hans hefur vakið athygli margra félaga, en talið er að Liverpool fylgist sérstaklega vel með honum.

Þrátt fyrir áhugann virðast skipti í janúarglugganum ólíkleg, þar sem Brighton hefur ekki í hyggju að selja leikmanninn strax. Minteh er með samning við félagið til ársins 2029, sem setur félagið í sterka stöðu í samningaviðræðum.

Liverpool er þó sagt skoða fleiri möguleika fyrir framtíðina, þar á meðal Anthony Gordon hjá Newcastle, en félagið gerir sér grein fyrir að báðir leikmenn kosta töluvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið