
Liverpool hefur bætt Yankuba Minteh, leikmanni Brighton, á lista sinn yfir mögulega arftaka Mohamed Salah, samkvæmt enska miðlinum Football Insider.
Minteh, sem gekk til liðs við Brighton í fyrra, hefur verið einn af lykilmönnum liðsins á tímabilinu. Frammistaða hans hefur vakið athygli margra félaga, en talið er að Liverpool fylgist sérstaklega vel með honum.
Þrátt fyrir áhugann virðast skipti í janúarglugganum ólíkleg, þar sem Brighton hefur ekki í hyggju að selja leikmanninn strax. Minteh er með samning við félagið til ársins 2029, sem setur félagið í sterka stöðu í samningaviðræðum.
Liverpool er þó sagt skoða fleiri möguleika fyrir framtíðina, þar á meðal Anthony Gordon hjá Newcastle, en félagið gerir sér grein fyrir að báðir leikmenn kosta töluvert.