
Pálmi Rafn Arinbjörnsson, markvörður Víkings, er kominn í ótímabundið leyfi frá fótbolta. Frá þessu greinir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Fótbolta.net.
Pálmi hefur verið varamarkvörður Ingvars Jónssonar undanfarin tvö tímabil en komið mikið við sögu þrátt fyrir það.
„Við þurfum markmann í ljósi þess að Pálmi er kominn í ótímabundið leyfi vegna persónulegra ástæðna. Við þurfum að finna annan markmann,“ segir Kári.
Hann telur ólíklegt að Pálmi verði með Víkingi á næstu leiktíð.
„Maður á aldrei að útiloka neitt, en mér þykir það mjög ólíklegt. Það er ekki nema að hann skipti um skoðun fyrir janúar, sem ég sé ekki að gerist, en aldrei að segja aldrei.“