

Jude Bellingham verður að öllum líkindum valinn aftur í enska landsliðshópinn þegar Thomas Tuchel tilkynnir næsta hóp sinn á morgun.
Miðjumaður Real Madrid, 22 ára, hefur ekki leikið með Englandi síðan í júní vegna axlarmeiðsla sem hann þurfti að gangast undir aðgerð fyrir.
Bellingham lék síðast í 3-1 tapinu gegn Senegal á City Ground í Nottingham, en missti bæði úr leikjunum við Andorra og Serbíu í undankeppninni.
Þrátt fyrir að vera kominn aftur til leiks með Real Madrid var hann þó ekki valinn í hópinn síðast, ásamt Phil Foden og Jack Grealish, sem olli töluverðri gagnrýni.
Nú er hins vegar búist við því að hann verði á meðal þeirra sem Tuchel velur fyrir leiki Englands gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM.