fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

433
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Rúnar gerði nýjan tveggja ára samning við Fram fyrir um mánuði. Það gerði hann í kjölfar þess að ná flottum árangri á nýafstaðinni leiktíð, skila Fram í efri hlutann og í 5. sæti þegar uppi var staðið. Var hann spurður út í þessa ákvörðun í þættinum.

„Ég er mjög ánægður í Fram, það er engin spurning. Ef menn vilja hafa mig og það gengur þokkalega vel þá er maður loyal í sínu starfi. Það er stígandi í því sem við höfum verið að gera og við þurfum að halda áfram. Ég er ekki að ætlast til að menn setji meiri pening í þetta eða eitthvað slíkt, við þurfum að vera skynsamir í því sem við gerum og eiga fyrir því sem við erum að eyða í. Ef einhverjir fara er hægt að nota það í að fá nýja inn. En kjarninn af liðinu okkar verður áfram á næstu leiktíð og það gleður mig mjög mikið. Þessir 14-15 leikmenn sem spiluðu hvað mest eru samningsbundnir áfram. Það var eiginlega aldrei spurning hjá mér með að halda áfram en ég vildi samt bíða og sjá þangað til ég sæi það svart á hvítu að við yrðum komnir inn í topp sex, að leikmannahópurinn væri til í að koma með mér í þá vinnu og leggja það á sig. Þá var þetta aldrei spurning,“ sagði Rúnar og bætti við að hann sé virkilega ánægður með Helga Sigurðsson aðstoðarþjálfara og teymið.

Mynd: DV/KSJ

Það hefur farið af stað þjálfarakapall á Íslandi undanfarið. Vildi Rúnar ekkert bíða og sjá hvort eitthvað kæmi inn á hans borð?

„Ég hef aldrei beðið eftir einu né neinu. Ég hef fengið fimm eða sex hringingar síðustu ár á meðan ég hef verið með Fram. Það er vinur vinar í einhverjum klúbbi sem er að spyrja hvort eitthvað sé möguleiki ef þetta og hitt. Það er alltaf erfitt að svara slíkum hlutum. Það verður eitthvað að koma upp á yfirborðið, fá beint samtal. Það eru endalausar sögur og verið að spyrja um hitt og þetta. En mér líður vel í Fram og hef ekkert íhugað að hreyfa mig á meðan við erum að gera vel og á meðan stjórnin stendur við það sem hún segir. Ég hef aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn svo ég fái það starf því það er eitthvað flottara en hjá Fram. Kannski getum við bara gert það þannig að það verði ekkert flottara en Fram.“

Viðtalið í heild er í þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér ofar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás