Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.
Graham Potter var rekinn frá West Ham á dögunum, en Tómas er einmitt mikill stuðningsmaður liðsins.
Dagana fram að brottrekstrinum var afar áhugavert trend í gangi á samfélagsmiðlum þar sem búið var að setja andlit Potter á hið ýmsa fólk.
„Það var ekkert annað á Twitterinu mínu. Margt af þessu var mjög gott,“ sagði Tómas um þetta fremur skondna mál.
Gamanið kárnaði þó þegar leið á. „En það er einn West Ham-aðgangur sem heitir West Ham Central og ég þoli hann ekki, er mjög eitraður.
Hann var farinn að gera svo mikið af þessu að mér var hætt að þykja þetta fyndið,“ sagði Tómas léttur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.