

Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni, hann sagði upp hjá Fram í vikunni.
Óskar er öllum hnútum kunnugur hjá Stjörnunni þar sem hann þjálfaði hjá félaginu í barna- og unglingastarfi félagsins frá árinu 2018 til ársins 2020.
Samhliða starfinu hjá barna – og unglingastarfinu var hann partur af teymi meistaraflokks kvenna árið 2020 þegar liðið var undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar.
Eftir veru sína hjá Stjörnunni hefur Óskar þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Tindastóli og nú síðast var hann þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram þar sem hann kom liðinu upp um 2 deildir á 3 árum.