
Liverpool er til í að greiða Nico Schlotterbeck, varnarmanni Dortmund, vel ef hann gengur í raðir félagsins næsta sumar.
Þýska blaðið Bild segir Liverpool, auk Bayern Munchen og Real Madrid, fylgjast náið með kappanum, sér í lagi í ljósi þess að samningaviðræður hans við Dortmund hafa siglt í strand.
Schlotterbeck er með háar launakröfur eftir gott gengi innan vallar og vill 14 milljónir evra í árslaun, en Dortmund getur aðeins greitt 10 milljónir.
Liverpool er hins vegar sagt til í að taka þennan launapakka á sig til að fá mann sem getur bundið saman vörnina.