

Knattspyrnufélagið ÍA hefur gengið frá samningi við Gísla Eyjólfsson (1994), sem mun leika með félaginu næstu þrjú árin.
Gísli kemur til ÍA á frjálsri sölu frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstad FK. Hann hefur leikið 159 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 31 mark, auk þess sem hann hefur spilað 30 Evrópuleiki og 4 A-landsleiki fyrir Ísland.
Gísli var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks árið 2022 og hefur síðan þá leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð.
„Gísli og fjölskylda hans munu setjast að á Akranesi, og við hjá ÍA bjóðum þau hjartanlega velkomin í Skagafjölskylduna,“ segir á vef ÍA.