
Rodri gæti komið inn í lið Manchester City á nýjan leik um helgina, samkæmt Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en Guardiola segist vonast til að hann geti hjálpað liðinu seinni part sunnudags gegn Bournemouth.
Rodri var frá mest allt síðasta tímabil vegna meiðsla og hafði það mjög slæm áhrif á liðið, enda lykilmaður í velgengninni árin á undan.
City er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum á eftir toppliði Arsenal.