fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 15:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að allt geti gerst ef yfirvöld fótboltans halda áfram að auka leikjaálagið, jafnvel að lið neyðist til að draga sig úr keppnum.

Arsenal mætir Crystal Palace í átta liða úrslitum deildarbikarsins dagana 16. eða 17. desember, en Palace á þá í miklu leikjaálagi, með leik gegn Manchester City í deildinni 14. desember og Kuopion Palloseura í Evrópudeildinni 18. desember. Það þýðir þrír leiki á fimm dögum.

Arteta segir að slíkt álag sé óviðunandi og að ákvarðanir um leikjadagskrá verði að byggjast á tveimur meginatriðum.

„Hver ákvörðun sem við tökum varðandi leikjadagskrá ætti að snúast um tvennt, velferð leikmanna og stuðningsmanna. Allt annað á að koma langt á eftir því,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort lið gætu í framtíðinni þurft að draga sig úr keppnum vegna leikjaálags svaraði hann: „Ég vona ekki. En ef við gleymum þessum tveimur grundvallarreglum, þá getur allt gerst.“

Leikjaálag hefur lengi verið heitt umræðuefni. Rodri hjá Manchester City sagði í fyrra að leikmenn gætu jafnvel farið í verkfall vegna álags – aðeins mánuði áður en hann meiddist alvarlega og missti af restinni af tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Rosenior

Staðfesta ráðninguna á Rosenior
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem United þarf að greiða Amorim eftir brottreksturinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að greiða Amorim eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Setja sig í samband við Liverpool

Setja sig í samband við Liverpool