fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikmenn hafa yfirgefið karlalið ÍA undanfarin sólarhring, þeir Albert Hafsteinsson og Marko Vardic.

Samningur Vardic er runninn út og verður hann ekki áfram, en Skagamenn og Albert ákveða að slíta samstarfi sínu ári fyrr.

Albert er alinn upp uppi á Skaga en tók nokkur ár í Fram áður en hann sneri aftur heim. Hann kom yfirleitt inn af bekknum á nýafstaðinni leiktíð.

Vardic kom frá Grindavík fyrir síðustu leiktíð og hefur reynst ÍA vel.

Tilkynning ÍA vegna Alberts
Albert Hafsteinsson kveður Knattspyrnufélagið ÍA eftir 9 tímabil í meistaraflokki ÍA. Albert lék alls 170 leiki, og skoraði í þeim 21 mark.

Albert er uppalinn á Akranesi og hefur alla tíð gefið allt sitt fyrir félagið, bæði innan vallar og utan.

ÍA þakkar Alberti fyrir frábært framlag í gegnum árin og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Tilkynning ÍA vegna Marko Vardic
Marko Vardic hefur lokið tveggja ára samningi sínum hjá ÍA.

Hann hefur verið mikilvægur leikmaður liðsins á undanförnum árum og spilaði stórt hlutverk í að snúa gengi liðsins við á lokakafla mótsins á keppnistímabilinu sem var að líða.

Knattspyrnufélagið ÍA þakkar Marko fyrir framúrskarandi framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni — bæði innan vallar sem utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Í gær

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur