
Luciano Spalletti er að taka við Juventus af Igor Tudor. Það er áhugavert fyrir ýmsar sakir.
Tudor var rekinn á dögunum fyrir dapurt gengi og tekur hinn afar reynslumikli Spalletti við. Hann var síðast með ítalska landsliðið en þar áður Napoli.
Spalletti var þar í tvö ár en kalt er á milli Juventus og Napoli. Hann vann Ítalíumeistaratitilinn með Napoli 2023 og lét hann enn fremur húðflúra merki félagsins á handlegginn.
Fyrr á þessu ári sagðist hann þá aldrei ætla að stýra öðru liði en Napoli á Ítalíu. En hér erum við, hann er að taka við Juventus og fær það verkefni að vekja risann til lífsins.
Hér að neðan er mynd af húðflúrinu.
