fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, greindi frá því eftir 0-3 tap liðsins gegn Crystal Palace í enska deildabikarnum að fyrirliðinn Virgil van Dijk, sem og Ibrahima Konate, hafi sýnt af sér mikla leiðtogahæfni með því að hughreysta ungan samherja.

Það voru gestirnir frá suður-London sem stjórnuðu leiknum í rigningunni á Anfield. Ismaila Sarr skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og kom Palace í þægilega stöðu. Liverpool átti aðeins eitt skot á markið í leiknum, á meðan gestirnir áttu átta.

Á 79. mínútu varð Liverpool fyrir áfalli þegar 18 ára gamli varnarmaðurinn Amara Nallo fékk rautt spjald fyrir brot á Justin Devenny. Þetta var aðeins annar leikur Nallo fyrir aðalliðið og í bæði skiptin hefur hann verið rekinn af velli, samtals eftir 16 mínútur á vellinum.

Til að bæta gráu ofan á svart bætti Yeremy Pino við þriðja marki Palace undir lokin.

Eftir leikinn sagði Arne Slot að hann hefði ekki þurft að segja mikið við Nallo, þar sem van Dijk og Ibrahima Konate hefðu þegar tekið málið að sér.

„Ég þurfti ekki að segja mikið. Ibou og Virgil fóru strax til hans og töluðu við hann. Það segir mér að þeir séu frábærir manneskjur,“ sagði Slot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Í gær

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur