fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisandro Martinez hefur tekið stórt skref í bataferli sínu eftir að hann sneri aftur til æfinga með aðalliði Manchester United á miðvikudag.

Argentínumaðurinn, sem er 27 ára, hefur verið frá keppni síðan í febrúar þegar hann sleit krossband í hné og þurfti að gangast undir aðgerð.

Martinez meiddist í 2–0 tapi gegn Crystal Palace á Old Trafford og var borinn af velli. Nú, átta mánuðum síðar, hefur hann loksins hafið fullar æfingar á Carrington-æfingasvæðinu.

Rúben Amorim, stjóri United, vildi þó ekki nefna ákveðna dagsetningu fyrir endurkomu varnarmannsins. „Honum líður vel og hnéð bregst mjög vel við. Ég vil ekki lofa ákveðinni viku eða degi en hann er nálægt því að vera leikfær,“ sagði Amorim á dögunum.

Martinez mun ekki taka þátt í leik United gegn Nottingham Forest um helgina, en möguleiki er á að hann verði í leikmannahópnum þegar liðið mætir Tottenham í Norður-London um næstu helgi.

Varnarmaðurinn öflugi meiddist þegar hann fór í tæklingu við Ismaila Sarr í leiknum gegn Palace, en endurkoma hans gæti reynst United gríðarlega mikilvæg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur