
Það eru engar líkur á að Liverpool láti Arne Slot fara þrátt fyrir dapurt gengi undanfarið. Þetta kemur fram í helstu miðjum.
Liðið hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og fjórum í röð í úrvalsdeildinni, auk þess að detta út úr deildabikarnum eftir 0-3 tap gegn Crystal Palace í gær.
Þrátt fyrir það er stjórn Liverpool sannfærð um að Slot sé rétti maðurinn til að snúa genginu við, enda gerði hann liðið að Englandsmeisturum í vor.
Liverpool tekur á móti Aston Villa á laugardagskvöld og þarf sigur þar, enda liðið komið sjö stigum á eftir Arsenal, sem er á toppnum.