
Þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart er að kanna möguleikann á að fá unga framherjann Endrick lánaðan frá Real Madrid í janúar, samkvæmt fréttum frá Þýskalandi.
Stuttgart vonast til að nýta náin tengsl stjóra síns, Sebastians Hoeness, við Xabi Alonso, stjóra Real Madrid, til að tryggja sér 19 ára gamla Brasilíumanninn út leiktíðina.
Endrick hefur átt erfitt með að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Madrídarliðsins og er sagður opinn fyrir láni til að fá að spila reglulega.
Stuttgart glímir við vandræði í sókninni eftir meiðsli hjá Ermedin Demirovic og fjarveru Deniz Undav, sem einnig er meiddur. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar og hefur metnað til að ná Evrópusæti.
Real Madrid er opið fyrir því að lána Endrick. Þeir sem sjá um leikmannsinn vilja helst að hann fari til félags í einni af fimm stærstu deildum Evrópu sem spilar sókndjarfan fótbolta, eitthvað sem Stuttgart uppfyllir.
Auk Stuttgart hafa Marseille, Frankfurt og RB Leipzig einnig sýnt áhuga á Endrick.