
Íslenska kvennalandsliðið heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta varð ljóst með þægilegum 3-0 sigri á Norður-Írlandi í seinni leik liðanna í umspili í kvöld.
Fyrri leiknum lauk með 0-2 sigri Íslands ytra og fór Sveindís Jane Jónsdóttir því langt með að tryggja áframhaldandi veru í deildinni með marki eftir rúman hálftíma leik.
Hlín Eiríksdóttir tvöfaldaði forystuna eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleiks og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir innsiglaði 3-0 sigur með sínu fyrsta landsliðsmarki af vítapunktinum á 73. mínútu.
Ísland vinnur því samanlagt 5-0 og verður áfram í A-deild. Þar með jók liðið möguleika sína á að komast inn á HM 2027.