
Thelma Karen Pálmadóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld, 17 ára gömul, í 3-0 sigri Íslands á Norður-Írlandi.
Ísland vann samanlagðan 5-0 sigur eftir 0-2 sigur ytra og heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. En hvernig var tilfinningin fyrir Thelmu?
„Hún var frábær, gæti ekki verið betri. Þetta var algjör draumur,“ sagði hún við 433.is eftir leik.
Thelma hefur auðvitað slegið í gegn með FH í Bestu deildinni hér heima einnig. „Þetta hafa verið skemmtilegir mánuðir, bæði með FH og svo þetta verkefni með landsliðinu.“
Thelma var ánægð með leikinn í kvöld og einvígið í heild. „Við erum fyrst og fremst sáttar með að klára verkefnið. Það var erfitt að brjóta þær en við vissum að við myndum finna markið.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.