
Guðrún Arnardóttir landsliðskona var sátt við frammistöðu Íslands í 3-0 sigri á Norður-Írum í dag. Liðið hélt í raun sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.
„Mér fannst við hafa yfirhöndina allan tímann, flott að skora þrjú mörk og halda hreinu. Það voru einhverjir kaflar þar sem þær fengu eitthvað smá en heilt yfir fannst mér við halda vel í boltann og svona,“ sagði Guðrún við 433.is eftir leik.
Leiknum var frestað um tæpan sólarhring vegna snjókomunnar í gær. Var hann þá færður af Laugardalsvelli og á Þróttarvöll.
„Gærdagurinn var eins og fjórir dagar, það var svo mikil óvissa. Hann var mjög skrýtinn en svo þegar við fengum þetta staðfest gátum við sett okkur inn í að spila í dag.“
Guðrún horfir jákvæð fram veginn.
„Það er mjög mikilvægt að halda okkur í A-deild. Það eru skemmtilegir leikir framundan, mikið undir og ég hlakka bara til að hitta stelpurnar aftur.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.