fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 18:50

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta varð ljóst með þægilegum 3-0 sigri á Norður-Írlandi í seinni leik liðanna í umspili í kvöld.

Fyrri leiknum lauk með 0-2 sigri Íslands ytra og fór Sveindís Jane Jónsdóttir því langt með að tryggja áframhaldandi veru í deildinni með marki eftir rúman hálftíma leik.

Hlín Eiríksdóttir tvöfaldaði forystuna eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleiks og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir innsiglaði 3-0 sigur með sínu fyrsta landsliðsmarki af vítapunktinum á 73. mínútu.

Ísland vinnur því samanlagt 5-0 og verður áfram í A-deild. Þar með jók liðið möguleika sína á að komast inn á HM 2027.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir – 6
Mun ekki eiga mikið rólegri leiki, en átökin fóru nær öll fram hinum megin á vellinum í dag.

Guðrún Arnardóttir – 6
Skilaði sínu í hægri bakverðinum.

Glódís Perla Viggósdóttir (46′) – 6
Afar þægileg vakt hjá fyrirliðanum, áður en hún fór af velli í hálfleik.

Ingibjörg Sigurðardóttir – 6
Það var lítið að gera hjá miðvarðaparinu sem gerði þó sitt.

Sædís Rún Heiðarsdóttir – 7
Er í nýju hlutverki þar sem hún kemur úr bakverðinum og inn á miðjuna í uppspilinu og það gaf góða raun.

Hildur Antonsdóttir (74′) – 8 – Maður leiksins
Flottur leikur varnarlega og gerði sig oft gildandi sóknarlega einnig. Lagði upp mark Hlínar er hún flikkaði boltanum á hana.

Alexandra Jóhannsdóttir – 6
Vann vel fyrir liðið og stóð sína plikt eins og venjulega.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – 8
Tók leikinn oft í eigin hendur í fyrri hálfleik og reyndi að sprengja hann upp þegar lítið var að frétta. Gerir svo afar vel í að vinna vítið sem Ísland skorar þriðja mark sitt úr. Góður leikur.

Sveindís Jane Jónsdóttir (83′) – 7
Skorar mark og á stóran þátt í öðru með löngu innkasti sínu.

Hlín Eiríksdóttir (66′) – 8
Mjög góður leikur hjá Hlín sem olli miklum usla á vinstri kantinum. Átti hún risastóran þátt í fyrsta markinu og skoraði annað markið.

Sandra María Jessen (66′) – 6
Gerði vel í að hjálpa boltanum áleiðis á Sveindísi í fyrsta marki Íslands. Maður hefði alveg viljað sjá hana skora úr dauðafæri sem hún fékk snemma leiks.

Varamenn
Arna Eiríksdóttir (46′) – 6
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (66′) – 7
Diljá Ýr Zomers (66′) – 6
Katla Tryggvadóttir (74′) – 6

Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann