fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sögusagnir á Englandi um að Tottenham Hotspur og West Ham United séu að íhuga að gera umdeildan samning við fyrrum framherja Manchester United, Mason Greenwood, sem hefur verið í miklu stuði með Marseille í Frakklandi.

Greenwood yfirgaf Old Trafford í september 2023 eftir að ákærur um alvarlegt ofbeldi gegn kærustu hans voru felldar niður. Hann gekk til liðs við Getafe á láni áður en hann var seldur til Marseille sumarið 2024 fyrir 26,6 milljónir punda.

Framherjinn hefur endurvakið feril sinn í Frakklandi og átti stórkostlegt síðasta tímabil, skoraði 21 mark og átii sex stoðsendingar í deildinni. Hann varð þar með markahæstur ásamt Ousmane Dembele hjá PSG og hjálpaði Marseille að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.

Í byrjun nýs tímabils hefur hann haldið áfram að skora og er kominn með átta mörk. Tottenham og West Ham eru nú að skoða möguleikann á að fá hann heim til Englands næsta sumar.

Það kemur þó fram í fréttum á Englandi að bæði félögin þurfi að gera upp við sig hvort þau séu klár í fjölmiðlafárið sem myndi fylgja svo umdeildum skiptum.

Atletico Madrid, Barcelona og félög í Sádi-Arabíu hafa einnig verið nefndir sem hugsanlegir næstu áfangastaðir Greenwood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl