
Stjarnan hefur staðfest komu öfluga sóknarmannsins Birnis Snæs Ingasonar.
Birnir gekk í raðir KA um mitt sumar frá Svíþjóð og gerði stuttan samning út nýafstaðið tímabil. Hefur hann verið orðaður við Stjörnuna og nú hefur félagið staðfest komu hans á samfélagsmiðlum.
Birnir, sem er 28 ára gamall, gerði áður frábæra hluti með Víkingi áður en hann hélt út í atvinnumennsku til Svíþjóðar.
Stjarnan hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á leiktíðinni og verður því í Evrópukeppni á næstu leiktíð.