
Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Hann staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Óskar náði frábærum árangri í Úlfarsárdal, kom liðinu upp úr 2. deild og í þá Bestu, þar sem hann hélt því einmitt uppi sem nýliða í haust.
Óskar segir metnað sinn og Fram ekki liggja á sama stað. Er hann orðaður við þjálfarastarfið hjá Stjörnunni, sem hafnaði í fjórða sæti Bestu deildar kvenna á leiktíðinni.