

Ofurtölvan á Englandi hefur stokkað spilin og sér það ekki í kortunum að Manchester United haldi góðu gengi sínu áfram.
Því er spáð að Manchester United endi að lokum í tólfta sæti deildarinnar.
Arsenal er á toppi deildarinnar og Ofurtölvan telur að liðið muni á endanum pakka deildinni saman.
Liverpool tekur annað sætið og verður talsvert á undan Manchester City.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan er að stokka spilin sín rétt.
