fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum frá Englandi gæti Scott McTominay verið á leiðinni aftur til Englands eftir frábært gengi með Napoli á Ítalíu.

McTominay gekk til liðs við Napoli sumarið 2024 frá Manchester United og hefur reynst lykilmaður undir stjórn Antonio Conte. Hann skoraði og lagði upp samtals 18 mörk á síðustu leiktíð, þegar Napoli varð ítalskur meistari, og var jafnframt valinn leikmaður ársins í Serie A.

Þrátt fyrir það greinir The Sun frá því að Skotinn sé orðinn þreyttur á stöðugri athygli sem hann fái í Napólí og hafi hug á að snúa aftur til ensku úrvalsdeildarinnar.

Þessi 28 ára miðjumaður hefur þó áður lýst yfir mikilli ánægju með lífið á Ítalíu. „Ég elska þetta lið, borgina og stuðningsmennina,“ sagði hann undir lok síðasta árs.

Ef af brottför verður er Newcastle sagt líklegast til að tryggja sér undirritun McTominay. Chelsea kemur þar á eftir ef horft er í veðbanka.

McTominay skoraði um helgina glæsilegt mark í 3-1 sigri Napoli á Inter og trónir liðið áfram á toppi Serie A.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona