
Samkvæmt fréttum frá Englandi gæti Scott McTominay verið á leiðinni aftur til Englands eftir frábært gengi með Napoli á Ítalíu.
McTominay gekk til liðs við Napoli sumarið 2024 frá Manchester United og hefur reynst lykilmaður undir stjórn Antonio Conte. Hann skoraði og lagði upp samtals 18 mörk á síðustu leiktíð, þegar Napoli varð ítalskur meistari, og var jafnframt valinn leikmaður ársins í Serie A.
Þrátt fyrir það greinir The Sun frá því að Skotinn sé orðinn þreyttur á stöðugri athygli sem hann fái í Napólí og hafi hug á að snúa aftur til ensku úrvalsdeildarinnar.
Þessi 28 ára miðjumaður hefur þó áður lýst yfir mikilli ánægju með lífið á Ítalíu. „Ég elska þetta lið, borgina og stuðningsmennina,“ sagði hann undir lok síðasta árs.
Ef af brottför verður er Newcastle sagt líklegast til að tryggja sér undirritun McTominay. Chelsea kemur þar á eftir ef horft er í veðbanka.
McTominay skoraði um helgina glæsilegt mark í 3-1 sigri Napoli á Inter og trónir liðið áfram á toppi Serie A.