fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Landsleikurinn fer fram klukkan 17 á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 19:16

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að leikur íslenska kvennalandsliðsins við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag en var frestað vegna veðurs, verði leikinn á Þróttarvelli í Laugardal á morgun, miðvikudag kl. 17:00. Þessi ákvörðun er tekin af UEFA, í samráði við KSÍ og Norður-írska knattspyrnusambandið.

Allir miðar sem voru seldir á leikinn á Laugardalsvelli verða endurgreiddir í vikunni. Miðar á leikinn á miðvikudag verða seldir í gegnum miðasöluvef KSÍ (unnið er að opnun miðasölu) og við innganginn á Þróttarvöll, en eins og gefur að skilja er um að ræða takmarkaðan fjölda miða.

KSÍ hvetur fólk til að sýna aðgát og varkárni í umferðinni vegna veðurfars og aðstæðna og skilaboð yfirvalda og viðbragðsaðila um að fara ekki út í umferðina á vanbúnum ökutækjum eiga vel við.

Um er að ræða seinni viðureign liðanna í umspili um sæti í Þjóðadeild A, en liðin mættust síðastliðinn föstudag ytra og vann þar íslenska liðið tveggja marka sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina
433Sport
Í gær

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans
433Sport
Í gær

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“