

Ákveðið hefur verið að leikur A landsliðs kvenna við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag, þriðjudag kl. 18:00, verði ekki leikinn í dag vegna veðurs í höfuðborginni.
Þessi ákvörðun er tekin af Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA), í samráði við KSÍ og Norður-írska knattspyrnusambandið (IFA).
Skoðað var að færa leikinn í Kórinn en af því verður ekki
Verið er að skoða stöðuna og framhaldið og mun KSÍ birta tilkynningu þess efnis á sínum miðlum um leið og niðurstaða liggur fyrir.