fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 11:30

Gylfi Þór Sigurðsson, Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Víkings veit ekki hvort hann leggi skóna á hilluna eftir næsta ár eða haldi áfram í boltanum.

Gylfi var að klára sitt fyrsta tímabil í herbúðum Víkings en hann er 36 ára gamall og á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum þar.

„Ég veit ekki hvort ég eigi eitt ár eða fjögur ár eftir í boltanum, það verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir líkamlegt ástand sitt gott. „Líkaminn er í frábæru standi, ég hef verið meiðslafrír nánast allt tímabilið og á meðan líkaminn er góður mun ég halda áfram að spila.“

Gylfi hefur átt ótrúlegan feril sem leikmaður en lengst af lék hann í ensku úrvalsdeildinni en þar spilaði hann með Swansea, Tottenham og Everton.

Hann snéri heim til Íslands fyrir tímabilið 2024 en var seldur frá félaginu til Víkings í upphafi þessa árs.

Smelltu hér til að hlusta á mjög ítarlegt viðtal okkar við Gylfa frá því í upphafi mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona