
Napoli hefur greint frá því að Kevin de Bruyne verði frá í einhverja mánuði vegna meiðsla.
De Bruyne skoraði í 3-1 sigri Napoli á Inter í gær en fór af velli skömmu síðar vegna meiðsla aftan á læri, sem reyndust alvarleg.
Þetta er högg fyrir Napoli og Belgann, sem hefur farið vel af stað á Ítalíu frá því hann gekk í raðir félagsins frá Manchester City í sumar.
Þess má geta að Napoli, sem er ríkjandi Ítalíumeistari, er á toppi Serie A eftir átta umferðir.