
Juventus er búið að reka stjóra sinn Igor Tudor eftir dapurt gengi undanfarið.
Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og ekki skorað í síðustu fjórum. Í heildina eru komnir átta leikir í röð án sigurs í öllum keppnum.
Tudor tók við Juventus í mars 2025 af Thiago Motta og var með samning út næstu leiktíð.
Massimo Brambilla, þjálfari varaliðs Juventus, mun líklega stýra liðinu tímabundið í leiknum gegn Udinese eftir tvo daga. Á meðan stendur leit að eftirmanni Tudor yfir.