
Það er ekki algengt að nokkur af stærstu liðum Englands tapi öll í sömu umferð, en það gerðist einmitt um helgina.
Tölfræðiveitan Opta vekur athygli á þessu, en Chelsea, Liverpool og Manchester City töpuðu öll, toppliði Arsenal og þeirra stuðningsmönnum til mikillar ánægju.
Það var þó ekki Arsenal sem varð meistari síðast þegar áðurnefnd lið töpuðu öll í sömu umferðinni, heldur Leicester.
Þetta gerðist nefnilega undir lok árs 2015 og Leicester varð ansi óvænt meistari vorið eftir.
Leicester er ekki í deildinni til að endurtaka leikinn í ár. Arsenal þykir líklegasta liðið til að hreppa titilinn í fyrsta sinn í 21 ár, enda með fjöggurra stiga forskot á toppnum.