fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. október 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim segir að hann hafi aldrei fundið fyrir þrýstingi frá Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeiganda Manchester United, þrátt fyrir slæm úrslit síðustu vikna.

Eftir tap gegn Brentford og dapra frammistöðu í borgarslagnum gegn Manchester City fóru sögusagnir að ganga um að staða Amorim væri veik.

Ratcliffe steig þá fram og lýsti yfir fullum stuðningi við portúgalska þjálfarann og á Old Trafford á laugardag fékk hann að sjá lið sitt spila einhvern sinn besta leik tímabilsins í sannfærandi sigri á Brighton.

Amorim sagði eftir leikinn að hann hefði aldrei efast um verkefnið – en að það væri stuðningsfólkið sem honum væri mest umhugað um. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinni skömm eða óöryggi yfir því sem ég er að gera eða jafnvel yfir því að vinna ekki alla leiki,“ sagði hann. „Jim hefur alltaf vitað og skilið hvað við erum að byggja. Hann hefur trú á verkefninu.“

Hann bætti þó við að það væri erfitt að mæta stuðningsmönnum þegar úrslitin snúist gegn liðinu. „Það sem er erfiðast er að horfa í augun á stuðningsfólki þegar tapleikir raðast saman. Það er þess vegna sem maður finnur fyrir brýnni þörf til að vinna næsta leik.“

Amorim ítrekaði að knattspyrna sé óstöðug í eðli sínu. „Í fótbolta getur allt breyst á einni viku. Þess vegna verðum við að njóta dagsins í dag, en einbeita okkur strax að næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu
433Sport
Í gær

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans
433Sport
Í gær

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“