fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 25. október 2025 16:04

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR verður áfram í Bestu deild karla eftir 1-5 sigur á Vestra á útivelli en á sama tíma fellur Vestri úr deildinni.

Vestri fellur ásamt Aftureldingu en nýliðarnir úr Mosfellsbæ töpuðu gegn ÍA í dag.

Vestri varð bikarmeistari fyrr í sumar en afleitt gengi liðsins síðustu vikur varð liðinu að falli. KR komst yfir á 16. mínútu leiksins með marki frá Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Vestri taldi sig hafa jafnað leikinn skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu, miðað við mörg sjónarhorn í sjónvarpinu var það rangur dómur.

KR komst í 3-0 í upphafi fyrri hálfleiks þegar Guðmundur Andri skoraði aftur en Eiður Gauti Sæbjörnsson kom liðinu í 2-0.

Vestri lagaði stöðuna en KR gekk á lagið og vann að lokum 1-5 sigur og heldur sér í deildinni.

Á sama tíma vann Fram 3-4 sigur á FH á útivelli og tryggði sér fimmta sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði