fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 25. október 2025 16:04

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR verður áfram í Bestu deild karla eftir 1-5 sigur á Vestra á útivelli en á sama tíma fellur Vestri úr deildinni.

Vestri fellur ásamt Aftureldingu en nýliðarnir úr Mosfellsbæ töpuðu gegn ÍA í dag.

Vestri varð bikarmeistari fyrr í sumar en afleitt gengi liðsins síðustu vikur varð liðinu að falli. KR komst yfir á 16. mínútu leiksins með marki frá Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Vestri taldi sig hafa jafnað leikinn skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu, miðað við mörg sjónarhorn í sjónvarpinu var það rangur dómur.

KR komst í 3-0 í upphafi fyrri hálfleiks þegar Guðmundur Andri skoraði aftur en Eiður Gauti Sæbjörnsson kom liðinu í 2-0.

Vestri lagaði stöðuna en KR gekk á lagið og vann að lokum 1-5 sigur og heldur sér í deildinni.

Á sama tíma vann Fram 3-4 sigur á FH á útivelli og tryggði sér fimmta sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona