

KR verður áfram í Bestu deild karla eftir 1-5 sigur á Vestra á útivelli en á sama tíma fellur Vestri úr deildinni.
Vestri fellur ásamt Aftureldingu en nýliðarnir úr Mosfellsbæ töpuðu gegn ÍA í dag.
Vestri varð bikarmeistari fyrr í sumar en afleitt gengi liðsins síðustu vikur varð liðinu að falli. KR komst yfir á 16. mínútu leiksins með marki frá Guðmundi Andra Tryggvasyni.
Vestri taldi sig hafa jafnað leikinn skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu, miðað við mörg sjónarhorn í sjónvarpinu var það rangur dómur.
KR komst í 3-0 í upphafi fyrri hálfleiks þegar Guðmundur Andri skoraði aftur en Eiður Gauti Sæbjörnsson kom liðinu í 2-0.
Vestri lagaði stöðuna en KR gekk á lagið og vann að lokum 1-5 sigur og heldur sér í deildinni.
Á sama tíma vann Fram 3-4 sigur á FH á útivelli og tryggði sér fimmta sætið.