
Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is þennan föstudaginn.
Halldór Árnason var á dögunum rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Breiðabliks. Því var velt upp í þættinum hver næstu skref yrðu hjá honum. Halldór er KR-ingur og margir sjá hann fara í starf þar.
„Ég held að það sé augljós kostur. Hvort sem það verði meistaraflokksþjálfun eða öðruvísi starf. Það er búinn að fara ansi mikill tími í þetta Breiðabliks-ævintýri frá því 2019. Hann fékk örugglega flottan starfslokasamning og kannski fínt að taka smá breik, njóta lífsins með fjölskyldunni,“ sagði Gunnar.
„Það liggur kannski beinast við að hann og Óskar endurnýji heitin og geri eitthvað skemmtilegt saman,“ sagði Edda, en Óskar Hrafn er auðvitað þjálfari KR.
Nánar í spilaranum.