

Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is þennan föstudaginn.
Það kemur í ljós í dag hvaða lið falla úr Bestu deildinni. Vestri, KR og Afturelding eru á hættusvæðinu.
„Þessi fallbarátta er geðveik og brútal á sama tíma. Við erum að horfa upp á það, ef Afturelding vinnur uppi á Skaga, þá mun lið falla með 30 stig.
Það hafa lið hingað til verið að falla með 21, 25, 16 stig, eftir að nýja fyrirkomulagið var tekið í gildi. Þetta sýnir manni hvað deildin hefur verið jöfn,“ sagði Gunnar.
Liðið sem vinnur viðureign Vestra og KR heldur sér uppi. Afturelding þarf að treysta á jafntefli fyrir vestan og vinna sinn leik við ÍA.
Nánar í spilaranum.