
Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is þennan föstudaginn.
Valur virðist ætla að skipta um þjálfara eftir að Íslandsmótinu lýkur og samkvæmt Fótbolta.net er Hermann Hreiðarsson að taka við af Túfa. Valur hafnar í öðru sæti Bestu deildarinnar, liðið fór í bikarúrslit og var á toppnum lengi vel.
„Ég eiginlega skil ekki af hverju þeir eru að skipta Túfa út, óháð því hver kemur þarna inn. Hvað eru þeir óánægðir með?“ spurði Edda.
„Þetta segir okkur hvað við erum rosalega raktív, horfum í síðustu leiki og úrslit. Túfa byrjar tímabilið eiginlega á gulu spjaldi. Svo eru þeir mættir í toppbaráttu, litu best út, eru svo mættir í bikarúrslit og allt gengur geðveikislega með. Svo lenda þeir í meiðslum og annað. Ég ætla ekki að búa til afsakanir fyrir þá samt, þeir hafa ekki spilað nægilega vel eftir það. En þá er hann ekki bara kominn á gult aftur heldur rautt,“ sagði Gunnar.
„Þetta er örugglega ógeðslega óþægilegt. Ég sá einhvers staðar á Twitter að það þetta sé svolítið eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína,“ sagði Gunnar léttur, en margir hafa verið orðaðir við stól Túfa.
„Ég elska Hemma og hef ekkert á móti honum. Af hverju ætti hann að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn með Val?“ sagði Edda.
Nánar í spilaranum.