fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

433
Laugardaginn 25. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is þennan föstudaginn.

Mikið fjaðrafok var í kringum Val og Sigurð Egil Lárusson á dögunum í kjölfar fregna um að hann fengi ekki nýjan samning á Hlíðarenda. Leikmaðurinn lýsti yfir ósætti með hvernig stjórnarmenn stóðu að því að láta hann vita, með skilaboðum á samfélagsmiðlum. Eftir sendingar fram og til baka á opinberum vettvangi sættust aðilarnir á bak við tjöldin.

„Það er svo auðvelt að koma í veg fyrir svona. Það er svo auðvelt að leysa hlutina með einföldu samtali, koma hreint fram. Ekki láta eitthvað fréttast í fjölmiðla áður en þú tilkynnir leikmanni, þjálfara eða hvernig sem það er,“ sagði Gunnar.

„Ég hef heimildir fyrir því að honum hafi verið tilkynnt þetta í sumar. En hvernig sem það var þá er þetta ekkert aftur tekið, hann er búinn að spila síðasta leikinn sinn á Hlíðarenda. Vandræðagangur í yfirlýsingum mun gleymast, en þessu verður ekki breytt. Manni finnst það bara sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast,“ sagði Edda ómyrk í máli.

„Þetta eru fjórir hausar sem standa upp úr þegar maður hugsar um þetta gullaldarlið Vals svona 2015-2020. Þetta eru Haukur Páll, Kristinn Freyr, Patrick Pedersen og svo Siggi Lár. Þetta eru þeir sem standa upp úr svo afrekin og þær góðu stundir sem Sigurður Egill hefur fært Valsfólki, þau hefðu viljað fá að kveðja hann,“ sagði Gunnar að endingu um málið.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína