fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, þjálfari Liverpool, ræddi á blaðamannafundi hvers vegna Mohamed Salah hefur verið að klikka á færum undanfarið, en Egypski framherjinn hefur ekki verið jafn öflugur og síðustu ár..

„Ég veit ekki hvort þetta snúist um skerpu eða ekki. Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega af hverju þetta er svona,“ sagði Slot.

„Í fótbolta er eðlilegt að leikmenn klikki á færum. Mo er manneskja. Við erum ekki vön að sjá hann klikka, en svona gerist stundum.“

Slot lagði áherslu á að aðstæður í leik geti haft áhrif. „Stundum er auðveldara að klára færi þegar þú ert 3-1 yfir heldur en þegar staðan er 1-0 og meiri pressa. Kannski á það ekki við um hann en svona getur þetta verið.“

Þjálfarinn segist þó alls ekki hafa áhyggjur.

„Aðalmálið er að Mo hefur alltaf skorað mörk fyrir þetta félag. Ég hef engar áhyggjur af því að hann fari aftur að skora, það er eitthvað sem hann hefur gert alla sína ævi.“

„Ég býst við að hann geri það líka á næstu vikum og mánuðum fyrir félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona