fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane hefur gagnrýnt leikmenn Nottingham Forest harðlega og kallað þá fávita eftir að Ange Postecoglou var rekinn.

Ástralinn var látinn fara aðeins 20 mínútum eftir 0-3 tap gegn Chelsea á laugardaginn, sem lengdi sigurlausa runu Forest í átta leiki. Eigandinn Evangelos Marinakis hefur nú þegar ráðið sinn þriðja stjóra á tímabilinu, Sean Dyche, eftir að hafa áður sagt upp Nuno Espírito Santo.

Í nýjasta þætti Stick to Football gaf Keane leikmönnunum skuldirnar fyrir að hafa komið Postecoglou í þessa stöðu og sakaði þá um skort á metnaði og vinnusemi.

„Þið horfið á leikmenn Forest og færin sem þeir fengu, hvaða möguleika hafði hann?“ spurði Keane.

„Vildu þeir virkilega skora? Vildu þeir halda honum í starfi? Ég er að tala um góða leikmenn sem náðu ekki einu sinni að hitta á markið.“

Fyrrverandi fyrirliði Manchester United bætti við að leikmennirnir sýndu algjört áhugaleysi eftir uppsögnina. „Þá missir stjórinn starfið, og svo sér maður leikmennina hugsa: ‚Jæja, annar stjórinn farinn, nýr kemur inn‘ eins og ekkert hafi gerst,“ sagði hann.

„Fávitar, í alvöru talað,“ bætti Keane við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk