Ofurtölvan stokkar yfirleitt spilin í ensku úrvalsdeildinni en kíkir nú á B-deildina. Tölvan spáir því að Coventry, undir stjórn Frank Lampard, vinni deildina með yfirburðum.
Liðið er ósigrað eftir 11 leiki og hefur skorað 31 mark, sem er 17 mörkum meira en næsta lið, Middlesbrough. Samkvæmt tölvunni mun Coventry enda með 96 stig, sex stigum meira en Middlesbrough.
Því er spáð að Millwall, Bristol City, QPR og Southampton fari í umspilið um sæti í deild þeirra bestu.
Neðst í spánni er Sheffield Wednesday, sem er spáð falli með aðeins 32 stig. Ofurtölvan sér einnig Birmingham falla, þrátt fyrir að liðið sé um miðja deild núna. Þess má geta að Íslendingarnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á mála hjá félaginu og þá er Tom Brady einn eiganda þess.
Norwich er einnig spáð niður, en spá Ofurtölvunnar í heild er hér að neðan.