fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 10:30

Ólafur Ingi Skúlason byrjar vel með Blikum í Evrópu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason var í gær ráðinn þjálfari Breiðabliks eftir að félagið ákvað að reka Halldór Árnason úr starfi. Ólafur var í starfi hjá KSÍ sem þjálfari u21 árs landsliðsins.

Starfið hjá Breiðablik var ekki það eina sem var í boði fyrir Ólaf því samkvæmt heimildum 433.is var hann einnig í viðræðum við Val.

Heimildir 433.is herma að Ólafur hafi látið forráðamenn Vals vita um helgina að hann ætlaði sér að taka við Breiðablik.

Srdjan Tufegdzic er í starfi sem þjálfari Vals en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Túfa hefur skilað góðu starfi á sínu fyrsta  heila tímabili í starfi, hefur liðið skorað mest allra í Bestu deildinni. Hefur liðið tryggt sér Evrópusæti og fór alla leið í bikarúrslit þar sem liðið tapaðai fyrir Vestra.

Framtíð hans virðist hins vegar vera í lausu lofti en Ólafur Ingi var á blaði Vals en valdi það að taka við Breiðablik. Halldór Árnason fyrrum þjálfari Breiðabliks er einn þeirra sem er orðaður við starfið á Hlíðarenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Í gær

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Í gær

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi