fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt var frá því á Fótbolta.net fyrr í dag að Valur væri komið í viðræður við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun liðsins.

Samkvæmt heimildum 433.is höfðu Valsmenn samband við HK og fengu leyfi til að fara í viðræður við Hermann sem er samningsbundinn félaginu.

Samkvæmt sömu heimildum er HK farið að horfa í kringum sig, telja forráðamenn félagsins að Hermann muni taka við Val. Margir góðir kostir eru í boði og starfið hjá HK spennandi.

Hermann stýrði HK í Lengjudeildinin á þessu ári en liðið tapaði úrslitaleiknum um sæti í Bestu deildinni.

Sumarið á undan stýrði hann ÍBV og kom liðinu þá upp í Bestu deildina.

Valur virðist vera að líta í kringum sig en við greindum frá því fyrr í dag að Ólafur Ingi Skúlason hefði hafnað Val til að taka við Breiðablik.

Srdjan Tufegdzic er í starfi sem þjálfari Vals en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Túfa hefur skilað góðu starfi á sínu fyrsta heila tímabili í starfi, hefur liðið skorað mest allra í Bestu deildinni. Hefur liðið tryggt sér Evrópusæti og fór alla leið í bikarúrslit þar sem liðið tapaðai fyrir Vestra. Svo virðist sem dagar hans séu taldir hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði