fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur gagnrýnt Liverpoolog leikmannakaup þess í sumar til skoðunar eftir fjórða tap liðsins í röð í öllum keppnum.

Liverpool tapaði 2-1 á heimavelli gegn erkifjendunum Manchester United á sunnudag, í framhaldi af ósigrum gegn Crystal Palace, Galatasaray og Chelsea. Þetta markar mikla lægð hjá lærisveinum Arne Slot, sem unnu ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.

Í sumar var ráðist í miklar fjárfestingar, yfir 400 milljónir punda fóru í ný kaup. Þar á meðal voru Alexander Isak (125 milljónir punda) og Florian Wirtz (116 milljónir), auk Hugo Ekitike (79 milljónir) og Milos Kerkez (40 milljónir).

Carragher segir þó að leikmannaval Liverpool hafi ekki borið einkenni félagsins heldur minnt meira á Real Madrid. „Allir stuðningsmenn Liverpool hafa legið vakandi að velta fyrir sér hvaða kerfi liðið á að spila,“ sagði Carragher í viðtali við Sky Sports.

„Þetta voru ekki dæmigerð Liverpool-kaup, þetta voru Real Madrid-kaup að eyða í þá dýrustu.“

Hann gagnrýndi sérstaklega hvernig dýrustu leikmennirnir hafa setið á bekknum. „Ekitike hefur verið besti leikmaðurinn þeirra, er svo á bekknum. Sama með Wirtz. Þegar þú eyðir þessum upphæðum, vilja þeir sem samþykktu kaupin sjá leikmennina á vellinum.“

Carragher bætti við. „Ég var einn af þeim fáu sem var ekki spenntur fyrir Isak. Slot verður samt að finna leið til að koma bæði Isak og Ekitike inn í liðið, hann þarf að verða eins og Madrid-stjóri. Þegar þú kaupir svona dýra leikmenn verður þú að finna leið til að láta þá spila.“

Carragher segir að leikmannakaup Liverpool hafi áður byggst á skipulagi og langtímahugsun en að eftir leikinn á sunnudag hafi allt litið út eins og ringulreið á pappír.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Í gær

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Í gær

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann