Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við Val um að verða næsti þjálfari liðsins.
Hermann stýrði HK í Lengjudeildinin á þessu ári en liðið tapaði úrslitaleiknum um sæti í Bestu deildinni.
Meira:
Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
Sumarið á undan stýrði hann ÍBV og kom liðinu þá upp í Bestu deildina.
Valur virðist vera að líta í kringum sig en við greindum frá því fyrr í dag að Ólafur Ingi Skúlason hefði hafnað Val til að taka við Breiðablik.
Srdjan Tufegdzic er í starfi sem þjálfari Vals en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Túfa hefur skilað góðu starfi á sínu fyrsta heila tímabili í starfi, hefur liðið skorað mest allra í Bestu deildinni. Hefur liðið tryggt sér Evrópusæti og fór alla leið í bikarúrslit þar sem liðið tapaðai fyrir Vestra.