fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

433
Þriðjudaginn 21. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr í seinni hálfleik leiks KR og ÍBV í Bestu deild karla í fyrradag og Þorlákur Árnason, þjálfari síðarnefnda liðsins, fékk að líta rauða spjaldið.

Fékk hann spjaldið fyrir mótmæli en komu þau í kjölfar orðaskipta milli hans og Guðmundar Andra Tryggvasonar, leikmanns KR. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið spurði Þorlákur fjórða dómarann hvort hann vissi hvað Guðmundur hafi sagt við hann.

Þorlákur vildi ekki tjá sig um ummæli Guðmundar en sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því fram á samfélagsmiðlum að þau hafi verið: „Þegiðu sköllótta helvítið þitt.“

Þetta mál var til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net og virðist sem svo að orðaskiptum Þorláks og Guðmundar hafi ekki lokið með rauða spjaldinu á hliðarlínunni.

„Ég heyrði að Guðmundur Andri og Láki hafi síðan átt í orðaskiptum eftir að viðtölin voru tekin á viðtalasvæðinu,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í þættinum.

Stefán Pálsson sagnfræðingur var gestur þáttarins og var hann ánægður með hitann í mönnum. „Ég er svo ánægður með þetta, að þjálfari liðs sem hefur ekki að neinu að keppa sé að fá rautt spjald fyrir kjaft.“

Elvar benti svo á að goðsögnin Tryggvi Guðmundsson er faðir Guðmundar og mun hann ræða við Þorlák eftir lokaleik ÍBV í Bestu deildinni á laugardag.

„Tryggvi Guðmundsson er auðvitað pabbi Guðmundar Andra og er nauðasköllóttur. Hann er að fara að taka viðtal við Láka eftir lokaleikinn, þar sem hann skrifar auðvitað fyrir Fótbolta.net,“ sagði Elvar og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah