Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ og undirmenn hans munu á næstu vikum þurfa að ráða nýjan þjálfara fyrir U21 árs landslið karla. Ólafur Ingi Skúlason sagði starfi sínu lausu í dag til að taka við Breiðablik.
Ljóst er að nokkuð margir kostir verða á blaði KSÍ þegar kemur að eftirmanni Ólafs Inga.
Arnar Þór Viðarsson fyrrum þjálfari U21 árs liðsins og A-landsliðs karla er án starf eftir að hafa verið rekinn úr starfi sem íþróttastjóri í Belgíu. Hann kom liðinu á lokamót EM áður en hann tók við A-landsliði karla.
Eiður Smári Guðjohnsen sem var þá aðstoðarmaður Arnars og gæti verið á blaði, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands gæti hentað vel í þetta starf.
Arnar Grétarsson er án starfs og hefur verið þekktur sem góður kennari í starfi, ungir leikmenn gætu lært mikið undir hans stjórn. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði vel með Njarðvík í nokkur ár en er nú án starfs.
Sjö sem gætu við af Ólafi Inga:
Arnar Þór Viðarsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Arnar Grétarsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Lárus Orri Sigurðsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Kjartan Henry Finnbogason