fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, segir að Arne Slot verði að setja Alexander Isak á bekkinn eftir 2-1 tap Liverpool gegn United á Anfield um helgina.

Tapið var það fjórða í röð hjá Liverpool og í fyrsta sinn sem United vinnur á Anfield síðan í janúar 2016.

Þó margir stuðningsmenn Liverpool hafi gagnrýnt Mohamed Salah fyrir frammistöðuna telur Rooney að það sé Isak sem eigi mesta sök á slakri spilamennsku liðsins.

„Ég myndi ekki spila Isak. Hann hefur ekki litið út fyrir að vera tilbúinn síðan hann kom frá Newcastle,“ sagði Rooney.

„Hann fékk ekkert undirbúningstímabil. Það er svo mikilvægt. Þegar Newcastle var að æfa sat hann líklega heima í símanum við umboðsmanninn sinn sex tíma á dag að reyna að klára félagaskiptin.“

Rooney bætti við að Svíinn væri einfaldlega ekki í formi.

„Hann gæti hafa æft sjálfur, en það er að kosta hann núna. Miðað við frammistöðuna á hann ekki að vera fyrir framan Ekitike í röðinni.“

Isak kom til Liverpool í september fyrir 125 milljónir punda, dýrastur í sögu enska boltans. Hann hefur enn ekki skorað í úrvalsdeildinni, en eina mark hans kom í 2-1 sigri gegn Southampton í deildarbikarnum.

Hugo Ekitike, sem kom frá Frankfurt fyrir 79 milljónir punda, hefur hins vegar skorað fimm mörk í 11 leikjum, þar af þrjú í úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar