Leikmenn Breiðabliks hafa samkvæmt heimildum 433.is verið boðaður á fund í Smáranum i dag, háværar sögusagnir eru í gangi um að þjálfarabreytingar séu í vændum.
Breiðablik tapaði gegn Víkingi um helgina og virðist sem Halldór Árnason sé að missa starf sitt.
Halldór gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum fyrir ári síðan og kom liðinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár.
Gengi liðsins hefur hins vegar verið undir væntingum í sumar og samkvæmt fréttum dagsins er Ólafur Ingi Skúlason að taka við þjálfun liðsins.
Búist er við að Breiðablik muni tilkynna þessar breytingar í dag en leikmenn liðsins eru nú á leið á fund með þeim sem ráða í Smáranum.