fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

433
Föstudaginn 17. október 2025 20:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum knattspyrnukona og þjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is.

Ásgerður telur að þó að Valur hafi helst úr lestinni í toppbaráttu Bestu deildar karla og einhver óánægja sé með það væri rétt að halda Túfa þjálfara liðsins í starfi.

„Þetta er bara á pari við síðustu tímabil en ef þú talar við Valsara er aldrei hægt að tala um gott tímabil ef það eru ekki titlar í húsi,“ sagði Ásgerður í þættinum.

„Túfa hefur bara gert mjög góða hluti og náð lengra en margir af þjálfurunum á undan honum. Það eru tveir mánuðir síðan þeir voru á toppnum og í bikarúrslitum svo auðvitað eru Valsarar ekki sáttir.

Ég held hann verði áfram. Það er búið að tala mikið um uppbyggingu og að það sé verið að yngja upp liðið. Þá væri skrýtið að maðurinn sem er mjög góður í þannig uppbyggingu yrði tekinn út úr myndinni.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild