Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum knattspyrnukona og þjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Ásgerður telur að þó að Valur hafi helst úr lestinni í toppbaráttu Bestu deildar karla og einhver óánægja sé með það væri rétt að halda Túfa þjálfara liðsins í starfi.
„Þetta er bara á pari við síðustu tímabil en ef þú talar við Valsara er aldrei hægt að tala um gott tímabil ef það eru ekki titlar í húsi,“ sagði Ásgerður í þættinum.
„Túfa hefur bara gert mjög góða hluti og náð lengra en margir af þjálfurunum á undan honum. Það eru tveir mánuðir síðan þeir voru á toppnum og í bikarúrslitum svo auðvitað eru Valsarar ekki sáttir.
Ég held hann verði áfram. Það er búið að tala mikið um uppbyggingu og að það sé verið að yngja upp liðið. Þá væri skrýtið að maðurinn sem er mjög góður í þannig uppbyggingu yrði tekinn út úr myndinni.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.